Miðvikudagur 26.11.2008 - 16:28 - FB ummæli ()

Skyldulesning

Í Mogganum í dag er mjög athyglisverð umfjöllun um lýðveldið og endurnýjun þess. Í viðtali við Gunnar Helga Kristinsson, stjórnmálafræðing, kemur fram að alls ekki sé óeðlilegt eða óalgengt að lýðræðið sé endurmetið og því jafnvel bylt á um 70 ára fresti og bendir hann í því sambandi á Frakkland og Bandaríkin. Hér er þetta – afskaplega holl lesning sem sýnir svo ekki verður um villst að við erum svo sannarlega á hárréttri leið með öll mótmælin og aðgerðirnar um þessar mundir þótt ríkjandi valdhafar hrópi „skrílslæti“ og neiti að hlusta. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Lýðveldið Ísland ungt og i mótun

Lýðveldið Ísland i mótun

Flokkar: Eldra

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

  • Óskráður

    Ástandið hér á landi mun ekki lagast fyrr en flokkarnir verða lagðir niður. Þó að við kjósum yfir okkur nýja stjórn sé ég lítið breytast, hef bara ekki trú á því. Ég vil fá að kjósa fólk af lista sem býður sig fram, punktur. Hef aldrei nokkurn tímann verið sáttur við þann flokk sem ég hef kosið í gegnum tíðina því á þeim lista hafa alltaf verið aðilar sem ég ekki kunnað við. Hef alltaf strikað út fólk en það hefur aldrei haft nein áhrif nema að því leyti sem ég hefði óskað. Ég er búin að fá ógeð á þessum stjórnarháttum, ógeð,ógeð,ógeð, vægt til orða tekið.

  • Óskráður

    Sorglega fáir stjórnmálamenn og konur þora, geta eða vilja sýna sjálfstæði og dug gagnvart klíkunni sem þau tilheyra, og fylgja því flokknum sínum eins og húsbóndahollir kjölturakkar af ótta við að lenda utangarðs og verða í kjölfarið fyrir bæði leyndu og ljósu aðkasti annara flokks- og innanbúðarmanna. Því verða þau oftast viljalaus verkfæri sinnar flokksforrystu og þeirra stefnumála sem oft er stjórnað af gjörspilltum þrýstihópum á eiginhagsmunavaktinni. Það er erfitt að sjá hvar almenningur og hagur fólksins rúmast inn í svo vonleysislega sorglegu og spilltu kerfi sem ver hagsmuni flokkselítunnar fyrst og fremst. Þetta á sér stað innan allra flokka, sama hvaða nafni hann nefnist eða bókstaf hann ber.

    Virðist slíkt frekar eiga sér stað innan þeirra flokka sem hvað mesta áherslu leggja á að fylgja ákveðinni stefnu, og vill hún þá oft, ásamt þeirri áherslu sem á hana er lögð verða að nokkurskonar trúarbrögðum innan flokksins, þar sem leiðtoginn og/eða flokksformaðurinn er settur uppá stall og allt að því tilbeðin af flokksmönnum, nokkurskonar gullkálfur. Trúarhitinn og trúarsannfæringin verður oft heiftarlega sterk og er ógn við lýðræðið með sinni tryllingslegu, og mestmegnis óskiljanlegu, dýrkun á leiðtoganum, flokknum og stefnunni. Téðir leiðtogar slíkra flokka, sem svo mikið leggja uppúr stefnunni, virðast oft meðvitað og viljandi ýta undir slíka hegðun. Því það er þeirra hagur og hagur flokksins að breiða út „boðskapinn“ og auka vald sitt.

    Þessi hlýðni við flokk og stefnu vinnur gegn frjálsu og lýðræðislegu samfélagi og breytist oft þetta skrímsli þ.e. ofsafylgnin við stefnuna í „trúarbragðabaráttu“ sem skiptir samfélaginu í fylkingar. Þar sem almenningur sem oft aðhyllist ekki neina sérstaka stefnu eða flokk, fremur einstök mál eða málaflokka, neyðist til að velja sér „lið“ til að halda með. Auðveldlega getur svo myndast múgæsing þar sem margir kjósendur hrífast með, og eru þá algerlega á valdi áróðurs og frekar vafasamra upplýsinga. Skyndilega er allt sem einn flokkur segir tekið sem heilagögum sannleik, en frá hinum koma aðeins uppspuni og lygar. Þannig fljóta margir hugsunarlaust og illa upplýstir með tískustraumum stjórnmálanna vegna t.d. rangra og villandi upplýsinga, órökstudds áróðurs spunameistara flokkanna/stefnunnar sem stillt er upp sem sérfræðingum, slakra fjölmiðla, fjárstyrk hagsmunaaðila, ræðusnilli og persónutöfrum leiðtogans og svo algerum og oft á tíðum hættulegum skorti á gagnrýnni hugsun.

  • Sigurður Hrellir

    Ég setti á bloggið mitt „Boðorðin 10 “ sem gætu orðið grunnur að nýju stjórnmálaafli. Kíkið endilega á þau og setjið inn athugasemdir. Ég tók á sínum tíma þátt í stofnun Íslandshreyfingarinnar ásamt Baldvini og veit hvað það er hrikaleg vinna að koma fullgildu framboði á lappirnar í öllum kjördæmunum sex. Hins vegar er ekkert sem heitir ef fólk vill fá að kjósa eitthvað annað en sömu gömlu flokkana.

    Svo hef ég reyndar ásamt góðu fólki stofnað annan stjórnmálaflokk í millitíðinni sem heitir Græningjaflokkur Íslands og er aldrei að vita nema hann gæti orðið hluti að nýrri hreyfingu.

  • Óskráður

    Sorry

  • Óskráður

    Ég er ekki sammála Brjánn. Ef stjórnarandstaðan og fólkið í landinu lætur ekki stjórnina fá þessi skýru skilaboð. þá bara situr pakkið það sem eftir lifir kjörtímabils og felur það sem það þarf, þangað til að skammtímamynni kjósenda hefur tekið við. Þetta skref var nauðsynlegt í það móment sem þarf að byggja til að fá stjórnina burt, með góðu eða yllu.

    Og það má ekki ske. Spillingarliðið burt strax.

  • Brjánn Guðjónsson

    þrátt fyrir að vilja ríkisstjórnina frá, ásamt mörgum öðrum, tel ég vantrauststillöguna hafa verið vanhugsaða.

    T.d. leggur saksóknari ekki fram ákæru nema telja líkur til að vinna málið. Þessi vantrauststillaga var dauðadæmd frá upphafi og ekki til þess fallin að efla málstað okkar sem vilja breytingar. Hún kallaði einungis á sex tíma kjaftæði og tuð.. Orkunni væri betur varið.

  • Óskráður

    Lýðveldið Ísland í mótun – já hljómar mjög vel, maður lifnar bara allur við.

  • Árni Gunnarsson

    Það að fylgjast með röddum fólksins hér á þessum vettvangi eftir sjálfsmorðsárás græðgisvæðingarinnar á samfélag okkar hefur fyllt mig nokkurri bjartsýni. Í þeirri bjartsýni hafa nokkrir verið aflvakar umfram aðra og flestir þeirra hafa átt sér viðkomustað á þessari bloggsíðu. Lára Hanna og Baldvin Jónsson eru nöfn sem ég hef mikinn áhuga á að sjá í forystu nýs stjórnmálaafls með breiða pólitíska sýn til nýrra tíma þar sem megináherslan er samspil manns og náttúru í gagnkvæmri sátt. Ég sendi ykkur ákall frá mörgum viðmælendum mínum með sömu sýn. Ég hef lengi verið pólitískur vonbiðill Katrínar Fjeldsted læknis sem um skeið var alþingismaður og í forystusveit Sjálfstæðismanna. Katrín féll í ónáð hjá Flokknum vegna hlýleika síns til íslenskrar náttúru, auk þess sem hún þótti sýna ótilhlýðilega tilburði í átt til samfélagslegrar miskunnsemi gegn alræði fjármagnsins og valdspillingu.

    Mér þætti vænt um ef ég sæi ykkur þrjú taka af skarið og blása til sóknar gegn okkar grautfúnu stjórnmálaflokkum þar sem allt logar í innbyrðis deilum og hnífstungum. Það verður að hafa hraðar hendur og fá góðan skipuleggjanda til að kalla saman trúverðugt fólk og koða hvort hægt verður að fella saman skoðanir og áherslur.

  • Óskráður

    Lára Hanna, takk einnig fyrir frábært blogg og nauðsynlegt aðhald við kerfið. Á þeim tímum sem fjölmiðlar flestir og blaða og fréttamenn. Virðast hafa yfirgefið þjóðina og gengið á hönd spilltra stjórnvalda eða auðvaldsklíkunnar.

  • Óskráður

    Það er alveg á hreinu, stórra breytinga er þörf til að uppræta spillinguna. Og þeir sem mótmæla því og vilja ekki höggva á vald flokkakerfanna sama hvaða flokki þeir koma úr.

    Hljóta í mínum augum þá að vera þeir sem lifa á spillingu sinna flokka. Þarna gæti hnífurinn staðið í beini á kúnni. því mig grunar að þeir séu ansi margir á landi hér.

    Og gleymum ekki heldur að samhliða þarf að setja lög og reglur um opinber embætti, eins og td. Seðlabankastjórn, Forseta og fleiri.

  • Katrín Snæhólm Baldursdóttir

    Ég vil algera upppstokkun og ég er sannfærð um að við eigum rosalega gott fólk í allar stöður sem við þurfum að manna…til að byggja algerlega nýtt samfélag. Hér þarf að rífa allt illgresið sem hefur búið um sig á

  • Brjánn Guðjónsson

    grunnforsenda þess að losa um spillingakerfið er að afnema flokkakerfið, að hluta eða að öllu leiti. Ég hef ekki sett mig inn í þau mál að alvöru en eftir því sem mér skildt gætu einmenningskjördæmi leitt af sér tveggja floka kerfi, sem ég er ekki viss um að sé það sem fólk vill. Þýska leiðin, blöndu af hvoru tveggja virðist mér vænlegri.

    Alla vega. Fólk þarf að geta, með einhverjum hætti, að geta kosið menn óháð flokkum.

    Annað er alger aðskilnaður framkvæmda- og löggjafavalds. Hið þrískipta vald byggir á dómsvaldi, löggjafavaldi og framkvæmdavaldi. meðan löggjafavaldið er afgreiðsluapparat fyrir framkvæmdavaldið, eins og hér er, er ekki um þrískipt vald að ræða.

  • Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

    Ég tek undir þetta Baldvin. Það þarf vald inn á þing sem vill breytingar.

  • Hólmdís Hjartardóttir

    Það er nauðsynlegt að stokka allt upp…………annað er bara ekki í boði

  • Baldvin Jónsson

    Ég er sammála því að nú sé tími aðgerða, en hvað hyggist þið fyrir?

  • Óskráður

    Auðvitað þarf að byrja upp á nýtt, landið og þjóðin sem það byggir er í molum. Við þurfum bara að ákveða hvernig við byrjum og með hverjum. Hvaða flokki eða flokkum. Stofnum við nýja flokka? Breytum kosningakerfinu? Breytum stjórnskipulagi? Breytum kjördæmaskipan? Eða hvað viljum við eiginlega?

  • Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

    Ég tek undir með þeir röddum sem vilja hreinsa borðið eins og kemur fram í athugasemdum mínum hér að neðan. Ýmsir vilja verja kerfi sem elur á spillingu með ráðum og dáð. Það er til merkis um vanmátt þeirra að þeir geta ekki beitt rökum heldur uppnefna fólk.

    Ef við brjótum ekki upp stjórnmála- og kosningakerfið núna munu spillingaröflin halda veldi sínu. Umræðan og samtakamáttur almennings er það tæki sem mun ná að vinna á meinsemdinni.

  • Jenný Anna Baldursdóttir

    Við byrjum upp á nýtt.

  • Sævar Helgason

    Við hljótum að byrja að mestuleyti uppá nýtt. Það er allt efnahagskerfið hrunið.

    Mér finnst alveg upplagt að byrja á því sem upphafinu olli- Kvótakerfinu.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur



Eldri færslur

Dagatal

nóvember 2008
S M Þ M F F L
« okt   des »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30