Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland

Tryggvagata 17, 101 Reykjavík

Dagsetningar
Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús
03, október 2020
Opið frá: 10.00 - 17.00

Vefsíða https://listasafnreykjavikur.is/vi%C3%B0burdir/i-leit-ad-tofrum-tillaga-ad-nyrri-stjornarskra-fyrir-lydveldid-island
Aðgangseyrir Sjá á opinberri vefsíðu

Í LEIT AÐ TÖFRUM – TILLAGA AÐ NÝRRI STJÓRNARSKRÁ FYRIR LÝÐVELDIÐ ÍSLAND
Myndlistartvíeykið Libia Castro & Ólafur Ólafsson fékk til liðs við sig hóp ólíkra tónskálda, innlendra og erlendra, tónlistarfólks, samtaka, aðgerðarsinna og almennra borgara til þess að skapa í samstarfi fjölradda tónlistar- og myndlistargjörning við allar 114 greinar nýju íslensku stjórnarskrártillögunnar frá 2011.
Ráðist var í ritun nýrrar stjórnarskrár að kröfu almennings í kjölfar hins pólitíska og efnahagslega hruns árið 2008 og var lykilmarkmiðið að stuðla að lýðræðislegra og réttlátara samfélagi. Verkefnið vakti heimsathygli fyrir framsýna og lýðræðislega nálgun. 20. október 2012 kaus þjóðin með nýju stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún hefur þó enn ekki verið lögfest af Alþingi.
Nú átta árum síðar vilja Libia & Ólafur og Töfrateymið virkja umboð og töfra listarinnar til að takast á við það stóra og mikilvæga mál sem krafan um nýju stjórnarskrána er – ekki síður í dag en þá. Með því að leiða saman fjölbreyttan hóp listamanna og borgara vinnur hópurinn í anda fjöldahreyfinga almennings sem hrintu af stað búsáhaldabyltingunni og kölluðu eftir opnara, virkara lýðræði þar sem sem rödd allra heyrist og nær máli.

Svipaðir viðburðir

J.S. Bach á þriðjudagskvöldum 20:00 - 20:30
uppreisn
Reykjavík ... the story continues│ Aðalstræti 10

#borginokkar