Heimilisbrauðið – brauð án hveitis

Húsbóndinn á heimilinu á heiðurinn af því að baka þetta brauð en gaf mér leyfi til þess að birta uppskriftina þar sem að ég fann hana upphaflega. Við notum þetta algjörlega í staðin fyrir “venjulegt” brauð og finnst ofsa gott. Uppskriftina er að finna hér en ég smelli henni með hérna að neðan

Heimilisbrauðið

  • 200 g möndlumjöl
  • 75 g hörfræ
  • 50 g sólblómafræ
  • 25 g sesamfræ
  • 1,5 msk Husk
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 1/2 tsk salt
  • 150 g grísk jógúrt
  • 1/2 dl rjómi
  • 6 egg
Öll fær möluð og öllum þurrefnum blandað saman, blauta svo blandað saman við allt í skál. Sett í miðstærð af brauðformi og bakað í ca 80 mín við 170°C

3 thoughts on “Heimilisbrauðið – brauð án hveitis

Leave a comment