Líahóna
Okkar besta fórnargjöf
Janúar 2024


„Okkar besta fórnargjöf,“ Líahóna, jan. 2024.

Frá Síðari daga heilögum

Okkar besta fórnargjöf

Þegar við vígjum musteri, þá erum við að segja við Drottinn: „Hér er fórnargjöf okkar. Hún er eins vel gerð og við getum mögulega gert hana.“

Ljósmynd
musterislóð

Um tveimur vikum fyrir endurvígslu Washington D.C.-musterisins í ágúst 2022, tóku yfirmaður minn og ég eftir því að eitt agnbeykitréð sem vísaði veginn til musterisins virtist vera sýkt. Það var rýrt fyrir miðju og á því voru nokkrar tætingslegar greinar.

Sem garðyrkjumaður musterislóðarinnar, var ég áhyggjufullur yfir því að hin fallega musterislóð var tilbúin, fyrir utan þennan eina litla stað. Tréð stóð við hlið gosbrunnsins, nálægt inngangi musterisins.

Nálægt óx heilbrigt tré til vara og við ræddum möguleikann á að skipta út sýkta trénu fyrir hið heilbrigða. En fyrst þyrftum við að fjarlægja gangstéttina og grasið sem lá að því og færa svo vökvunarkerfið og rafmagnssnúrur sem lágu í gegnum svæðið. Ég óttaðist mest að við myndum fjarlægja sýkta tréð, planta staðgengilstrénu og ekki hafa tíma til að lagfæra umhverfi trésins í tíma fyrir endurvígsluna.

Þegar ég sagði Carolyn eiginkonu minni að við gætum þurft að fjarlægja tréð, svaraði hún: „Klipptu bara tætingslegu greinarnar af og ég fæ ritningarsystur mínar um landið allt til að biðja fyrir því. Musterislóðin er Drottins. Hann mun blessa tréð.“

Carolyn á hóp vina sem hún kallar ritningarsystur sínar – meðlimi kirkjunnar sem eitt sinn bjuggu í sömu deild. Þær lærðu saman í Kom, fylg mér þangað til allir fluttu á brott, en héldu sambandi. Þegar þörf er á bæn, reiða þær sig á hverja aðra.

Eftir að Carolyn sagði þeim frá sýkta trénu, sögðu þær börnum sínum og öðrum ættmennum. Carolyn hafði ekki hugmynd um það hve margir bæðu fyrir trénu, en hún hafði trú á að himneskur faðir myndi heyra bænir þeirra.

Innan aðeins fárra daga spruttu fram ný laufblöð og fylltu rýra svæðið. „Auðvitað lítur það betur út,“ sagði Carolyn. Hún sendi myndir af trénu til ritningarsystra sinna og sagði: „Sjáið hvernig Drottinn svaraði okkur!“

Ég vissi að fólk bæðist fyrir vegna trésins og var heldur ekki hissa. Ég vissi líka að brátt myndi Russell M. Nelson forseti blessa musterið og musterislóðina í vígslubæninni. Tréð myndi standa þetta af sér.

Við vorum þakklát Drottni fyrir að virða fórn okkar og trú.