fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Sjónarvottur frá slysinu í Brúará – „Við erum niðurbrotin að hafa orðið vitni af þessu“

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 20:22

Mynd af Brúarfossi /South.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá í tillkynningu frá lögreglu fyrr í dag þá lést kanadískur fjölskyldufaðir í hörmulegu slysi í Brúará um miðjan dag í gær. Maðurinn hafði freistað að bjarga syni sínum sem féll í ána og hafði erindi sem erfiði. Illu heilli hrifsaði þó straumþung áin manninn með sér og fannst hann látinn nokkru síðar.

Allnokkur vitni urðu að hinu skelfileg slysi og hjálpuðu aðrir ferðamenn til við björgun sonarins. Einn þeirra greindi frá reynslu sinni á samfélagsmiðlinum Reddit. Í samtali við DV segir maðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið, að hann og fjórir ferðafélagar hans séu í áfalli eftir atburðinn.

„Við erum niðurbrotin að hafa orðið vitni af þessu,“ segir maðurinn en fólkið er allt frá Kaliforníuríki í Bandaríkjum og eru þau að heimsækja Ísland í fyrsta sinn.

„Einn í hópnum okkar sá piltinn falla í ánna. Hann var nærri Miðfossi og virðist hafa runnið til á hálum steinunum,“ segir maðurinn sem telur að drengurinn sé um 16-17 ára gamall. Hann og ferðafélagar hans sáu þá fjölskyldufaðirinn hlaupa til og freista þess að ná drengnum úr ánni en þá hafi hann sjálfur runnið til og dottið í ánna. Feðgarnir hafi í kjölfarið fallið um metra niður fossinn.

„Strax í kjölfarið sáum við að faðirinn var að reyna að ýta syni sínum að landi. Vinir mínir stukku þá til og náðu að toga drenginn upp á land. Því miður náðu þeir ekki föðurnum sem sogaðist með straumnum og niður eftir ánni,“ segir sjónarvotturinn.

Hann segir að um átakanlega reynslu hafi verið að ræða en eiginkona mannsins og dóttir þeirra á táningsaldri voru við árbakkann og fylgdust hjálparlaus með hildarleiknum. Auk Bandaríkjamannanna fimm voru um sex aðrir ferðalangar á sömu slóðum sem horfðu upp á harmleikinn eiga sér stað. Hann hafi meðal annars blásið í flautu til þess að reyna að gera öðrum viðvart um manninn í ánni en án árangurs og síðan hafi fólkið misst sjónar af manninum.

„Við erum að miður okkar fyrir hönd fjölskyldunnar og það er lítil huggun fólgin í því að við gátum hjálpað til við að tryggja að hetjudáð föðursins var ekki til einskis,“ segir sjónarvotturinn.

Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið voru kölluð til vegna slyssins auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Eftir skamma leit fannst maðurinn neðar um 400-500 metrum neðar í ánni en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Málið er í rannsókn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Í gær

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp