fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Fasta, brauð eða haframjöl og skyr í morgunmat? Hvað er best?

Pressan
Sunnudaginn 11. febrúar 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru skiptar skoðanir um morgunmatinn. Er best að borða skyr, haframjöl, ristað brauð, rúgbrauð eða eitthvað allt annað? Nú hafa vísindamenn skoðað nánar hvaða áhrif mismunandi morgunmatur hefur á hitaeininganeyslu dagsins og einbeitingu fólks.

Sumir segja morgunmatinn vera mikilvægustu máltíð dagsins en aðrir segja að besta leiðin til að byrja daginn sé að fasta. En hvað er rétt og hvað er rangt í þessu? Og ef maður borðar morgunmat, á hann að vera prótínríkur eða  kolvetnaríkur?

Vísindamenn við Árósaháskóla rannsökuðu þetta. Þeir fylgdust með 30 konum í yfirþyngd. Þær voru á aldrinum 18 til 30 ára. Í þrjá daga borðuðu þær annað hvort prótínríkan eða kolvetnaríkan morgunmat, eða föstuðu. Allar konurnar prófuðu þessa mismunandi morgunverði og föstu.

Prótínríki morgunmaturinn samanstóð af 3 dl af skyri, 1 dl af haframjöli og einu vatnsglasi.

Kolvetnaríki morgunmaturinn samanstóð af tveimur heilhveitibrauðsneiðum með sultu og einu djúsglasi.

Sama magn hitaeininga var í báðum máltíðunum og þyngd þeirra var hin sama. Orkuþéttleiki þeirra var því hinn sami. Þetta var haft svona til að sjónin myndi eingöngu beinast að samsetningu morgunmatsins.

Fyrir og eftir morgunmat, eða föstu, var tekin blóðprufa úr konunum og blóðsykurmagnið mælt sem og magn lystarstýrandi hormóna. Konurnar voru einnig beðnar um að skrá mettunartilfinninguna sem þær fundu til.

Skömmu fyrir hádegismat, tveimur og hálfri klukkustund eftir morgunmatinn, tóku konurnar einbeitingarpróf.

Jótlandspósturinn hefur eftir Mette Hansen, einum höfunda rannsóknarinnar, að niðurstaðan hafi verið að daginn sem konurnar borðuðu skyr með haframjöli hafi þær staðið sig aðeins betur í einbeitingarprófinu en daginn sem þær föstuðu. Eftir prótínríka morgunmatinn var meðalfjöldi réttra svara hjá konunum 84% daginn sem þær borðuðu prótínríkan morgunmat, 82% daginn sem þær borðuðu kolvetnaríkan morgunmat og 79% þegar þær föstuðu.

Á milli morgunmatarins og hádegisverðar svöruðu konurnar sjö sinnum hversu mikið þær langaði til að borða á þeim tímapunkti. Notast var við skalann 0 til 100, þar sem 100 þýddi að þær langaði mikið til að borða. Eftir föstu var meðalskorið 69, 25 eftir að hafa borðað kolvetnaríkan morgunmat og 17 eftir að hafa borðað prótínríkan morgunmat.

Þremur klukkustundum eftir morgunmatinn fengu konurnar lasagne. Svo mikið var sett á diskinn að það var ekki möguleiki á að þær gætu borðað það allt. Að máltíðinni lokinni var vigtað hversu mikið var eftir á disknum. Síðan var reiknað út hversu margar hitaeiningar hver þeirra hafði innbyrt. Konurnar voru síðan beðnar um að skrá sjálfar hitaeininganeyslu sína það sem eftir lifði dags.

Daginn sem þær borðuðu skyr og haframjöl í morgunmat, borðuðu þær að meðaltali 457 grömm af lasagne í hádegismat og 8.080 kJ yfir daginn.

Daginn sem þær borðuðu brauð með sultu, borðuðu þær að meðaltali 488 grömm af lasagne og 8.636 kJ yfir daginn.

Daginn sem þær föstuðu að morgni, borðuðu þær að meðaltali 486 grömm af lasagne og 8.091 kJ yfir daginn.

Þegar Metta Hansen var spurð hverju hún mæli með í morgunmat ef fólk vilji léttast sagðist hún mæla með prótínríkum og trefjaríkum morgunmat. Það liggi fyrir að hann hafi seðjandi áhrif, trufli blóðsykurinn ekki mikið og hafi góð áhrif á jafnvægið í uppbyggingu vöðva og niðurbroti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós