Jump to ratings and reviews
Rate this book

Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi.

Rate this book
Þau reika um öræfi Austurlands, hornprúð, tignarleg og kvik á fæti, og horfin út í buskann í einni andrá hverjum sem vill koma nærri þeim. Hjá sumum vekja þau lotningu og aðdáun – hjá öðrum veiðihvöt. Hreindýrin á Íslandi hafa kveikt ólíkar tilfinningar í brjóstum landsmanna frá því þau voru fyrst flutt hingað til lands á seinni hluta 18. aldar.

Þeim var ætlað að verða Íslendingum lífsbjörg á erfiðum tímum. Það leið þó ekki á löngu þar til bændur fóru að amast við hreindýrunum og komust þá upp á lag með að veiða þau. Margir höfðu efasemdir um framtíð hreindýra á Íslandi og töldu réttast að veiða þau hvar og hvenær sem til þeirra næðist. Undir lok 19. aldar var aftur á móti farið að ljá máls á nauðsyn þess að friða þau og vernda fyrir útrýmingu. Á 20. öld skiptu stjórnvöld sér í vaxandi mæli af fjölgun, útbreiðslu og nýtingu hreindýrastofnsins á Íslandi – svo mjög að sumum þótti sem þau væru ekki lengur sannkölluð börn öræfanna heldur hreindýrahjörð ríkisins.

Í þessari viðamiklu bók er rakin saga hreindýra á Íslandi frá upphafi til okkar daga. Sagðar eru sögur af harðri lífsbaráttu á hreindýraslóðum, æsilegum veiðiferðum og misjöfnum tilraunum til hreindýrabúskapar. Ekki má gleyma hreindýrunum sem áður gengu í Þingeyjarsýslu, á Reykjanesskaga og í Fljótshlíð en eru nú horfin af sjónarsviðinu.

Unnur Birna Karlsdóttir (f. 1964) lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Hún hefur sent frá sér ýmis fræðirit og fræðigreinar um samband manna og náttúru á Íslandi. Rannsóknin á sögu hreindýra á Íslandi er stærsta verk hennar á því sviði hingað til. Unnur Birna gegnir stöðu forstöðumanns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi.

Bókina prýðir mikill fjöldi ljósmynda.

283 pages, Hardcover

First published January 1, 2019

Loading interface...
Loading interface...

About the author

Ratings & Reviews

What do you think?
Rate this book

Friends & Following

Create a free account to discover what your friends think of this book!

Community Reviews

5 stars
1 (33%)
4 stars
2 (66%)
3 stars
0 (0%)
2 stars
0 (0%)
1 star
0 (0%)
No one has reviewed this book yet.

Can't find what you're looking for?

Get help and learn more about the design.