Fluttur með sjúkraflugi eftir fall í Brúará

Manneskja féll fram af göngubrú við Brúará og var flutt …
Manneskja féll fram af göngubrú við Brúará og var flutt með sjúkraflugi í kjölfarið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Einstaklingur var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að viðkomandi féll í Brúará í Bláskógabyggð í gær.

Gunnar Örn Arnarson, fulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir björgunarsveitarmenn hafa verið fyrsta á vettvang, þegar þyrlu LHG bar að garði til að flytja sjúklinginn á sjúkrahús. 

Hann segir líðan einstaklingsins eftir atvikum, en viðkomandi slasaðist við fall af göngubrú sem liggur yfir ánna.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort Íslending eða erlendan ferðamann sé að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert