Erlent

Fuglaflensa á Ítalíu og í Grikklandi

Villtur svanur á Suður-Ítalíu.
Villtur svanur á Suður-Ítalíu. MYND/AP

Evrópusambandið ætlar að herða eftirlit með svæðum á Ítalíu þar sem hið hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensu hefur greinst í villtum fuglum.

Heilbrigðisráðuneytið á Ítalíu staðfesti í dag að flensan hefði greinst í svani sem fannst í suður hluta landsins. Sex fuglar hafa þar með greinst með flensuna þar í landi. Yfirvöld á Ítalíu hafa gripið til þeirra ráðstafana að girða af þau svæði þar sem fuglarnir hafa fundist.

Flensan hefur einnig greinst í fuglum í Norður-Grikklandi en tilfellin þar og á Ítalíu eru þau fyrstu í ríkjum Evrópusambandsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×